<body marginwidth="0" marginheight="0" link="blue" vlink="blue" alink="blue"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/3453967?origin\x3dhttp://coldbeerisgood.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>


There was a point to this, but it has escaped my mind

domingo, octubre 2
 
Maður var víst klukkaður af honum Palla Partýljóni. Ætli maður verði því ekki að grafa upp einhverjar fimm skemmtilegar staðreyndir um sjálfan sig og deila með bloggheiminum.

1. Ég er að fara til Portugals á morgun (3 okt) með fjölskyldu minni þar sem planið er að halda upp á stórafmæli hjá mömmu minni. Hún verður nefnilega 50 ára 3. október.
2. Ég handlegsbraut gaur í grunnskóla sem var að strýða mér. Það var reyndar óvart en prestarnir í kaþólska einkaskólanum sem ég var í, voru ekki eins viljugir að fyrirgefa mér eins og maður skyldi nú ætlast.
3. Angelina Jolie hefur haldið utan um mig. Það er líka hægt að segja söguna frá því sjónarhorni sem Dögg finnst skemtilegast: og það er að Dögg hafi stungið undan Angelinu Jolie:) Stundum hálf sannleikar í þessari sögu minni en staðreyndin er samt sú að Angelina Jolie hefur haldið utan um mig.
4. Ég varð héraðsmeistari í víðavangshlaupi í Frakklandi þegar ég var 14 ára, vann meir að segja þátttökurétt á Frakklandsmeistaramótinu. Án efa hápunktur íþróttaferils míns.
5. Ég elska fjölskyldu mína. Kanski engin "breakthrough" staðreynd en góð vísa er aldrei of oft kveðin og maður á að tjá fólkinu sem maður er vænt um tilfinnigar sýnar.

Jamm, there you have it. Ætli það sé ekki síðan búið að klukka langflesta í bloggheiminum þannig að ég klukka bara Dögg, Lenu Rut, Sponge Bob Square Pants, Michael Moore. og Jean Pierre Papin.

Farinn til Portugals. Heilsaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa