<body marginwidth="0" marginheight="0" link="blue" vlink="blue" alink="blue"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/3453967?origin\x3dhttp://coldbeerisgood.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>


There was a point to this, but it has escaped my mind

miércoles, febrero 25
 
Uppskrifta horn Geira frænda

Jamm, þá er komið að því sem allir hafa verið að býða eftir, eða þannig. Bjó til tvær Geira Samlokur áðan.

- Geira Samloka nr. 1.
brauð tvær sneiðar (segir sig sjálft en samt ekki, geira samloka þarf ekk endilega að innihalda brauð)
4 sneiðar SS pepperoni
2 sneiðar af Mjólkur Ost
"a dash" af Chilli Dufti.
Geira samloka nr. 1 var einstaklega góð og ákvað ég því að búa til aðra

- Geira Samloka nr. 2.
Brauð tvær sneiðar
4 sneiðar peeperoni
3 sneiðar af Mjólkur Ost
"slurkur" af Hunts BBQ Hickory Honey Sausss.
Geira samloka nr. 2 var einnig fín, en hún er eitthvað að stríða maganum á mér þessa stundina. Kenni ég BBQ sósunni um það. Þórsson ætti að vita hvað ég meina. Á heildina afbragðs máltíð.........



Síðan að lokum einföld en snilldar uppskrift

Lax eða silungur (2 góð flök)
1 Krukka Sweet Mangó Chutney
1/2 Krukka venjulegt Mangó Chutney
smá Chilli Paste
Pistasíu Kjarna eða Möndlu Flögur

Hræra mangó og chilli paste saman. Smyrja fiskinn með þessu og strá möndlum (eða pistasíu hnetum) yfir. Sett í eldfast mót og bakað í ofni í ca. 20-25 min.


martes, febrero 24
 
Var á Ísafirði um helgina að plögga og bögga fyrir Brettafélagið. Náði fínu rennsli þar bæði bretta og nef (þar sem ég var með kvef, hahahaahah). Stefnum á það að halda mót þar um páskana og svo erum við að fara að halda mót á Akureyri núna um helgina 27-29 feb. En ef þið viljið vita meir um það eð sjá myndir frá ferð minni til Ísafjarðar smellið þá hér.............

Alla vega smá myndir, lofa engum old skool myndum í vikunni sökum þess að það er whole lot of shit að gera

Mynd nr 1: Das flugzeug fliegt nach Ísafjörður

Mynd nr 2: Mountain Dew, eingöngu fyrir brettafólk?

Mynd nr 3: Geiri aka me á bretti aka hvað annað með Ísafjörð í baksýn......

Mynd nr 4: Da bling bling, ching ching. Slopestyle mót og læti, north side helgina 27-29 feb.


Jamm það var sko gaman á Ísafirði og þar fékk ég líka mjög svo góðar bollur, mummmmmm bolllurrrrr.


lunes, febrero 23
 

Ef þið eruð ekki búinn að sjá þessa mynd hér fyrir ofan, þá skipa ég ykkur hér með að snjáfa sem fyrst og sjá ´anna. Rosalega flott og áhrifamikil mynd sem allir ættu að sjá. Langt síðan að ég hef séð svona góða mynd. Gæti haldið endalaust áfram að ausa yfir hana hrósi en nenni því ekki. Sjáið ´anna bara sem fyrst ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Þessi fer sko beint inn á topp 10 lista minn jafnvel topp 5.

Veit samt eiginlega ekki hvaða myndir eru að finna inn á þessum topp "10" lista mínu yfir bestu myndir ever, veit bara að þær eru svakalega góðar. Þar er alla vega að finna eftirfarandi myndir (ekki í neinni sértakri röð)

Le grand bleu
Pulp Fiction
Full Metal Jacket
Schindlers List
The Fifth Element
Lord of the rings (1,2 og 3)
Cidade de deus
Taxi
Toy Story 1 og 2 og jafnvel Monsters Inc. bara líka og Aladdin er líka snilld. Disney Rawkks!!!
Princess Monoke
Shawshank Redemption
Glory
Fight Club
Seven
Amélie
Englar Alheimsins
Matrix (þessi fyrsta)
Apocalypse Now
Deer Hunter
Akira
Snatch

Er örugglega að gleyma einhverji svakalegri mynd sem ég fíla í tætlur en það verður bara að hafa það.................